Útgefandi: Bókstafur

Fífl sem ég var

Hver þekkir ekki föndurkennarann, leigubílstjórann, Silla, Geir (og Grana) og margar fleiri hetjur úr Spaugstofunni? Og ekki má gleyma Eyjólfi í Ytri-Hnjáskeljum, Danna í Líf-myndunum og fleiri slíkum. Leikandi allra þessara kunningja okkar, Karl Ágúst Úlfsson, rifjar hér upp sköpunarsöguna sem vissulega hefur ekki verið án átaka.

Sálnasafnarinn

Hinn ungi séra Ebeneser er fljótur að vinna hug og hjörtu samstarfsfólks og safnaðar í kirkjunni þar sem hann er afleysingaprestur. Með nærveru sinni einni saman leysir hann erfiðar deilur milli manna, frelsar fólk frá sálarangist og stöðvar ofbeldismenn í vígaham.