Fínir drættir leturfræðinnar

Fallegt og spennandi umbrot gleður auga lesenda og vekur áhuga þeirra. Sé illa hugað að hinum fínni dráttum textans verður lesturinn hins vegar erfiður og gleðin skammvinn. Hér má finna ýmsar lausnir, ekki síst í umbroti og framleiðslu bókarinnar sjálfrar. Ómissandi bók fyrir þá sem áhuga hafa á góðri hönnun.

Fínir drættir leturfræðinnar var fyrst gefin út árið 1987 á sjö tungumálum en kemur nú út í fyrsta skipti á íslensku. Í bókinni er fjallað á hnitmiðaðan og aðgengilegan hátt um þá þætti sem skipta sköpum þegar læsileiki texta er annars vegar, svo sem bókstafina, orðið, línuna og andrýmið. Svissneski leturfræðingurinn Jost Hochuli hefur lengi notið hylli á sviði bókahönnunar. Hann hefur kennt um árabil, gefið út og ritstýrt fjölda bóka og hlotið fjölda verðlauna fyrir bókahönnun, til að mynda fyrir Fegurstu bækur Sviss og Fegurstu bækur í heimi.

Útgáfuform

Sveigjanleg kápa

Fáanleg hjá útgefanda

Forsíða bókarinnar