Fjölbraut í 50 ár

Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025

Forsíða kápu bókarinnar

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu, upphaf hans einkenndist af stórum draumum og fögrum fyrirheitum en líka erfiðleikum og átökum. Sjónum er beint að námi, kennslu og starfsfólki en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem hefur alla tíð sett mark sitt á skólabraginn í 50 ára sögu FB.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) var fyrsti fjölbrautaskóli landsins og markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu. Á ýmsu gekk fyrstu árin, þau einkenndust af miklum metnaði, fögrum fyrirheitum og stórum draumum en jafnframt margvíslegum erfiðleikum og átökum.

Í bókinni er viðburðarík saga FB í hálfa öld rakin í lifandi frásögn og sjónum beint að námi og kennslu, stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki, en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem alla tíð hefur sett mark sitt á skólabraginn.

Andri Þorvarðarson hefur starfað sem sögukennari við FB síðan 2015. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði árið 2012 og MA-gráðu í sögukennslu árið 2014 frá Háskóla Íslands.