Útgefandi: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Fjölbraut í 50 ár

Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu, upphaf hans einkenndist af stórum draumum og fögrum fyrirheitum en líka erfiðleikum og átökum. Sjónum er beint að námi, kennslu og starfsfólki en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem hefur alla tíð sett mark sitt á skólabraginn í 50 ára sögu FB.