Fjörusprek og Grundargróður

Forsíða bókarinnar

Rúnar Kristjánsson er baráttuskáld. Hann yrkir ljóð til þess að vekja athygli á því sem betur má fara og kveikja von í brjósti þeirra sem minna mega sín. Í ljóðunum má finna trúarhita skáldsins, væntumþykju og von um betri og bjartari veröld, en líka illan grun um að maðurinn sé að villast á vegferð sinni. Rúnar er skáld hins hefðbundna ljóðforms.

Rúnar Kristjánsson er baráttuskáld. Hann yrkir ljóð til þess að vekja athygli á því sem betur má fara og kveikja von í brjósti þeirra sem minna mega sín. Í ljóðunum má finna trúarhita skáldsins, væntumþykju og von um betri og bjartari veröld, en líka illan grun um að maðurinn sé að villast á vegferð sinni. Rúnar er skáld hins hefðbundna ljóðforms. Bragurinn leikur honum á tungu, hin forna list gengur hér einu sinni enn í endurnýjun lífdaga.