Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fornbátar á Íslandi

Sjómennirnir og saga þeirra

  • Höfundur Helgi Máni Sigurðsson
Forsíða bókarinnar

Í þessari bók, Fornbátar á Íslandi, eru skipa- og bátaarfi þjóðarinnar gerð skil á mjög áhugaverðan og læsilegan hátt. Fjallað er um 54 fleytur sem varðveist hafa. Bátarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og gegndu mismunandi hlutverkum, meirihlutinn var þó fiskibátar. Sá elsti er frá um 1820 og hinn yngsti frá 1963.

Í þessari bók, Fornbátar á Íslandi, eru skipa- og bátaarfi þjóðarinnar gerð skil á mjög áhugaverðan og læsilegan hátt. Fjallað er um 54 fleytur sem varðveist hafa og er þar aðeins um úrval að ræða. Bátarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og gegndu mismunandi hlutverkum, meirihlutinn var þó fiskibátar. Sá elsti er frá um 1820 og hinn yngsti frá 1963. Gríðarlegar breytingar urðu á bátum á þessu tímabili eins og skýrt kemur fram í bókinni. Höfundur lýsir bátunum og segir sögu þeirra en fjallar jafnframt um sjómennina sem brúkuðu þá. Í hvoru tveggja tekst honum vel til, hann dýpkar til að mynda mjög skilning á eiginleikum og notkun bátanna og virði þeirra fyrir samfélagið. Fjölmargir einstaklingar eru kynntir til sögunnar í bókinni og ríkulegt myndefni styður vel við frásögnina. Athyglisvert er hve margir fornbátar hafa varðveist hér á landi en þó má gera enn betur. Höfundur bókarinnar, Helgi Máni Sigurðsson, sagnfræðingur og fyrrum safnvörður, hefur í fjölda ára unnið að rannsóknum á fornbátum, sögu þeirra og varðveislu.