Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Handbók í íslenskri miðaldasögu IV Fornir hættir

Húsakostur og verkmenning

  • Höfundur Gunnar Karlsson
Forsíða bókarinnar

Hér er að finna rækilega úttekt á húsakosti Íslendinga á miðöldum með hliðsjón af nýlegum rannsóknum á fornleifum og fræðilegri umfjöllun síðustu ára. Efnið er sett í samhengi við hugmyndir um hnignun mannlífs á síðari hluta miðalda og leiddar að því líkur að samspil hnignunar og framfara sé flóknara en áður hefur verið talið.

FORNIR HÆTTIR – HÚSAKOSTUR OG VERKMENNING er fjórða og síðasta bindið í ritröð Gunnars Karlssonar Handbók í íslenskri miðaldasögu en áður eru komin Inngangur að miðöldum, Landnám Íslands og Lífsbjörg Íslendinga frá 10. öld til 16. aldar.

Í þessu verki er að finna rækilega úttekt á húsakosti Íslendinga á miðöldum með hliðsjón af nýlegum rannsóknum á fornleifum og fræðilegri umfjöllun síðustu ára. Meðal annars er efnið sett í samhengi við útbreiddar hugmyndir um hnignun mannlífs á síðari hluta miðalda og leiddar að því líkur að samspil hnignunar og framfara sé flóknara en iðulega hefur verið talið. Notast höfundur við heimildir af fjölbreyttu tagi til að varpa ljósi á flókið rannsóknarefni sem hefur verið vanrækt í umfjöllun um íslenska miðaldasögu. Auk þess er hér að finna ýmsar smærri athuganir á tækni og neyslu sem varpa áhugaverðu ljósi á daglegt líf Íslendinga á miðöldum, meðal annars klæðnað, matargerð, heilbrigði, samgöngur og ýmiss konar hernaðartækni.

GUNNAR KARLSSON (1939–2019) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands í nærfellt þrjá áratugi og kenndi meðal annars íslenska miðaldasögu.