Frá Hollywood til heilunar

Að vakna til betra lífs – Saga Jóhönnu Jónas, heilara, leikkonu og dansara

Forsíða bókarinnar

Áhrifamikil frásögn af lífshlaupi Jóhönnu Jónas, sem ung að árum þurfti að kljást við ótal erfiðar áskoranir og áföll. Síðar naut hún lengi velgengni sem leikkona en skipti svo alveg um pól og starfar nú sem eftirsóttur orkuheilari og kennari.

„Einstök bók full af hlýju, visku og lífsreynslu.“ / Jóga Gnarr

Jóhanna var afar næm sem barn og varð síðar mjög leitandi. Árið 1998, á tímabili mikilla erfiðleika, varð hún fyrir sterkri andlegri reynslu af yfirskilvitlegum toga sem breytti öllu í lífi hennar. Við fylgjum sögu hennar í gegnum miklar þrengingar og kynnumst einstökum baráttuvilja og þrautseigju sem að lokum leiða til bata og nýrrar tilveru. Inn í frásögnina fléttast viska og fróðleikur um möguleika til sjálfshjálpar og lífsþroska.

„Jóhanna brýtur hér blað með frásögn sem er ekki aðeins berskjölduð og heiðarleg ævisaga heldur líka einstaklega vönduð sjálfshjálparbók. Bók sem tekur lesandann í gegnum allan tilfinningaskalann og blæs í brjóst krafti til að leita inn á við og takast á við okkur sjálf.“ / Bjarni Snæbjörnsson

„Einlæg og opinská frásögn sem hreyfir djúpt við lesandanum.“ / María Reyndal