Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Frönsk framúrstefna

Sartre, Genet, Tardieu

  • Þýðandi Vigdís Finnbogadóttir
  • Ritstjórar Ásdís R. Magnúsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Irma J. Erlingsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Frönsk framúrstefnuleikrit voru þýdd og sýnd á Íslandi á 7. áratug síðustu aldar af ungu leikhúsfólki. Vigdís Finnbogadóttir var ein þeirra. Hér birtast þrjár fyrstu þýðingar hennar úr frönsku: Læstar dyr eftir Jean-Paul Sartre, Vinnukonurnar eftir Jean Genet og Upplýsingaskrifstofan eftir Jean Tardieu. Útgáfu verkanna fylgir inngangur ritstjóra.