Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan

Að vestan

Íslensk-kanadískar smásögur

W. D. Valgardson, David Arnason og Kristjana Gunnars hafa tekið margvíslegan þátt í að móta ímynd íslenska frændgarðins í Kanada en eru þó fyrst og fremst kanadískir höfundar. Með sögum sínum veita þau innsýn í margbreytilegt líf og hugsun vestan hafs. Um leið upplýsa sögurnar í bókinni lesendur um mikilvægi og grósku smásagnahefðarinnar í Kanada.

Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Fjöltyngi og fjölskyldur

Í þessari bók er að finna umfjöllun um hlutverk og áhrif samfélagsins og fjölskyldunnar á þroska og menntun fjöltyngdra barna. Höfundurinn hefur um árabil rannsakað sambýli tungumála og gefið út bækur og rit um áhrif þeirra á sjálfsmynd, uppeldi og nám ungmenna sem nota fleiri en eitt tungumál í daglegu lífi.

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu Milli mála 2022

Sérhefti: Nýjustu rannsóknir í annarsmálsfræðum

Sérhefti Milli mála 2022 er helgað nýjustu rannsóknum á sviði annarsmálsfræða og inniheldur ritrýndar fræðigreinar um það efni. Gestaritstjóri er Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands. Allar greinar heftisins eru á íslensku.

Ólgublóð / Restless Blood

Úrval ljóða ásamt enskum þýðingum Júlíans D‘Arcys og Ástráðs Eysteinssonar.

Hannes Hafstein steig fram sem nýtt afl í íslenskum skáldskap. Ljóð hans þóttu einkennast af krafti, raunsæi og hispursleysi. Í þeim búa innri átök sem settu einnig svip á feril hans sem stjórnmálamanns og fyrsta ráðherra Íslands.

Sprog- og kulturkontakt i Vestnorden

Om det færøske, grønlandske, islandske og norske sprogs møde med dansk

Bókin inniheldur 13 kafla um tengsl tungumála og menningar á vestnorræna svæðinu. Fjallað er m.a. um: sambýli íslensku, norsku og færeysku við dönsku í sögu og samtíð og áhrif þess á tungumálin þrjú; dönsku sem erlent mál á Grænlandi, Íslandi og í Færeyjum og sem grannmál í Skandinavíu; málblöndun í færeyskum bókmenntum og stöðu grænlenskrar tungu.