Niðurstöður

  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur / Háskólaútgáfan

Að vestan

Íslensk-kanadískar smásögur

W. D. Valgardson, David Arnason og Kristjana Gunnars hafa tekið margvíslegan þátt í að móta ímynd íslenska frændgarðins í Kanada en eru þó fyrst og fremst kanadískir höfundar. Með sögum sínum veita þau innsýn í margbreytilegt líf og hugsun vestan hafs. Um leið upplýsa sögurnar í bókinni lesendur um mikilvægi og grósku smásagnahefðarinnar í Kanada.

Smárit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur

Fjöltyngi og fjölskyldur

Í þessari bók er að finna umfjöllun um hlutverk og áhrif samfélagsins og fjölskyldunnar á þroska og menntun fjöltyngdra barna. Höfundurinn hefur um árabil rannsakað sambýli tungumála og gefið út bækur og rit um áhrif þeirra á sjálfsmynd, uppeldi og nám ungmenna sem nota fleiri en eitt tungumál í daglegu lífi.

Hjónaband rauðu fiskanna

Smásögur Guadalupe Nettel frá Mexíkó hafa vakið mikla athygli. „Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið“, skrifar hún. Sögurnar fjalla um hliðstæða hegðun dýra og manna.

Litháarnir við Laptevhaf

Þann 14. júní 1941 var Dalia Grinkevičiūtė, 14 ára gömul, meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu nauðuga til Síberíu í þrælkunarvinnu. Bók þessi hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar.

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu

Milli mála 2022

Sérhefti: Nýjustu rannsóknir í annarsmálsfræðum

Sérhefti Milli mála 2022 er helgað nýjustu rannsóknum á sviði annarsmálsfræða og inniheldur ritrýndar fræðigreinar um það efni. Gestaritstjóri er Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands. Allar greinar heftisins eru á íslensku.

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu

Milli mála 2022

14 (2)

Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði. Einnig er þar að finna stuttar bókmenntaþýðingar. Tímaritið kom fyrst út árið 2009 og er í opnum aðgangi: millimala.hi.is

Ólgublóð / Restless Blood

Úrval ljóða ásamt enskum þýðingum Júlíans D‘Arcys og Ástráðs Eysteinssonar.

Hannes Hafstein steig fram sem nýtt afl í íslenskum skáldskap. Ljóð hans þóttu einkennast af krafti, raunsæi og hispursleysi. Í þeim búa innri átök sem settu einnig svip á feril hans sem stjórnmálamanns og fyrsta ráðherra Íslands.

Sprog- og kulturkontakt i Vestnorden

Om det færøske, grønlandske, islandske og norske sprogs møde med dansk

Bókin inniheldur 13 kafla um tengsl tungumála og menningar á vestnorræna svæðinu. Fjallað er m.a. um: sambýli íslensku, norsku og færeysku við dönsku í sögu og samtíð og áhrif þess á tungumálin þrjú; dönsku sem erlent mál á Grænlandi, Íslandi og í Færeyjum og sem grannmál í Skandinavíu; málblöndun í færeyskum bókmenntum og stöðu grænlenskrar tungu.