Gagn og gaman I-II

Gagn og gaman var nær einráð við lestrarkennslu yngstu barna í hálfa öld. Bókin byggðist á hljóðaðferð við lestrarkennslu sem með þessari bók var innleidd í íslenskum skólum. Bækur þessar voru ófáanlegar um áratugi en hafa nú verið endurútgefnar, fyrst hvor í sínu lagi en nú í ár saman í einni skemmtilegri kilju.