Galdrakarlinn í OZ
Þegar hvirfilbylur skellur á heimili Dóróteu er henni feykt inn í ókunnuga töfraveröld. Hún á sér þá ósk heitasta að komast aftur heim til sín, en sá
eini sem gæti mögulega hjálpað henni til baka er galdrakarlinn í Oz. Á leiðinni til hans eignast hún góða vini sem slást í för með henni,
en allir þurfa þeir á aðstoð galdrakarlsins að halda.
Galdrakarlinn í Oz er sígilt ævintýri sem kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1900. Vinsældir þess hafa haldist stöðugar í rúma öld og það hefur
verið þýtt á ótal tungumál, sett upp í leikhúsum víða um heim, auk þess sem fræg bíómynd hefur verið gerð eftir sögunni.