Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Góð heilsa alla ævi án öfga

  • Höfundur Geir Gunnar Markússon
Forsíða kápu bókarinnar

Á hverjum degi höfum við val um hvort og hvernig við hlúum að eigin heilsu. Það veit næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon manna best af starfi sínu sem heilsuráðgjafi á Heilsu­stofnun NLFÍ í Hveragerði. Í þessum vegvísi sýnir hann okkur skynsam­legar leiðir til að styrkja grunn­stoðir heilsunnar; næringu, hreyfingu, svefn og sálarlíf.

Í neyslu- og streitusamfélagi nútímans eru lífsstílssjúkdómar sú ógn sem skerðir lífsgæði okkar mest. Þessi bók er svar við ranghugmyndum, öfgum og fölskum skilaboðum á sviði heilsu sem dynja á okkur. Hún er einnig hvatning fyrir okkur til að taka ábyrgð á eigin heilbrigði til frambúðar.

Geir Gunnar deilir hér jafnframt ljúffengum og hollum uppskriftum frá eldhúsi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.

Geir Gunnar Markússon er næringarfræðingur og heilsuráðgjafi. Hann starfar bæði á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem fyrirlesari á sviði heilsueflingar og næringar. Einnig hefur hann sérhæft sig í líkamsþjálfun og næringarráðgjöf barna og unglinga. Geir Gunnar hefur frá unga aldri haft óslökkvandi áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Hann brennur fyrir því að efla almenning til betri heilsu og aukinna lífsgæða. Leiðarljós hans er að sem flestir fái að upplifa lífsgæðin sem felast í góðri heilsu alla ævi.

Geir Gunnar er með meistaragráðu í næringarfræði frá Kaupamannahafnarháskóla og BS-gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig með NPTC-einkaþjálfarapróf frá Keili á Ásbrú.