Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Grunnteikning fyrir málm- og bíliðngreinar

Forsíða bókarinnar

Um er að ræða endurskoðaða kennslubók í grunnteikningu, sem hét áður Teikning fyrir hönnunargreinar, en er nú sérstaklega ætluð fyrir nám í málm- og bíliðngreinum. Þetta þýðir að köflum sem sleppt var í fyrri útgáfu hefur verið bætt við að nýju. Jafnframt því hefur val á verkefnum verið endurskoðað og þeim endurraðað í samræmi við nýjar áherslur.

Kaflaheiti:

Teikniáhöld - Teikniskrift - Fallmyndun I - Ásmyndun og fríhendisteikning I - Flatarteikning - Fallmyndun II og útflatningsmyndir - Fríhendisteikning II

Þetta þýðir að köflunum Ásmyndun og fríhendisteikning 1 og Fríhendisteikning II, sem sleppt var í fyrri útgáfu, hefur verið bætt við að nýju.