Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Guðmundur Thorsteinsson - Muggur

  • Höfundur Kristín G. Guðnadóttir
  • Ritstjóri Harpa Þórsdóttir
Forsíða bókarinnar

Vegleg útgáfa um listamanninn Guðmund Thorsteinsson - Mugg

Sagt var að allt sem Muggur snerti yrði að listaverki og mótaðist af hinum einstaka persónuleika hans.

Vegleg útgáfa um listamanninn Guðmund Thorsteinsson - Mugg er komin út hjá Listasafni Íslands.

Sagt var að allt sem Muggur snerti yrði að listaverki og mótaðist af hinum einstaka persónuleika hans.

Guðmundur Thorsteinsson, alltaf kallaður Muggur, fæddist á Bíldudal 1891, en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar 1903. Hann nam myndlist við Konunglega listaháskólann 1911–1915. Listferill hans að námi loknu spannaði einungis tæp tíu ár, en hann lést úr berklum 1924. Á stuttum ferli náði hann að skapa einstakan og persónulegan myndheim. Stíll hans var natúralískur og frásögn oftar en ekki í fyrirrúmi, verk hans einkennast af fjölbreytileika og leit að listrænu frelsi.

Falleg útgáfa um íslenska myndlist sem listunnendur ættu ekki að láta framhjá mér fara!