Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Handfylli moldar

  • Höfundur Evelyn Waugh
  • Þýðandi Hjalti Þorleifsson
Forsíða kápu bókarinnar

Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London. Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu.

Í senn harmræn og kómísk skáldsaga sem endurspeglar öðrum þræði sundrandi samfélagsgerð millistríðsáranna á Englandi.

Handfylli moldar er ein þriggja skáldsagna enska stílsnillingsins Evelyns Waughs sem valdar voru af Modern Library í flokk 100 bestu skáldsagna tuttugustu aldar.

„Meistaraverk í stíl og satíru, og bráðfyndin að auki ... stórkostleg bók.“ – John Banville, Irish Times

„Ein af nöprustu og beiskustu skáldsögum tuttugustu aldar, og ein af þeim allra bestu.“ – Guardian

„Yndisleg út í gegn.“ – New York Times