Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Handritagildran: Bókaþjófurinn kjöldreginn

Forsíða bókarinnar

Síðustu misseri hefur dularfullur aðili valdið usla í íslenskri bókaútgáfu með glæpsamlegu athæfi. Hann hefur stolið handritum, hótað útgefendum og virðist hafa viðkvæmar upplýsingar um einkalíf fólks í bókmenntageiranum í höndum. Eftir handtöku FBI á 29 ára Ítala í New York virðist málið leyst, en ein mikilvæg spurning stendur eftir: Af hverju?

Er bókaþjófurinn leiðtogi í hópi hakkara? Hefur hann tengsl við Norður-Kóreu, Rússland, Kína? Hvað getur hann hafa grætt á allri þessari vinnu? Er sá hluti glæpastarfsseminnar sem snýr að bókafólki kannski bara toppurinn á ísjakanum? Er þetta allt hluti af stærra samsæri?

Þegar rithöfundinum Friðgeiri Einarssyni varð ljóst að hann væri nýjasta skotmark hins alræmda þrjóts ákvað hann að taka málin í eigin hendur og komast til botns í málinu. Rannsókn Friðgeirs leiddi hann á óvæntar slóðir og um allan heim, allt frá New York til Noregs. Óvæntir aðilar blandast í málið og Friðgeir fer að efast um eigið öryggi.

Í sjötta og síðasta hluta Handritagildrunnar fær Friðgeir svör. En þó ekki endilega akkúrat þau svör sem hann bjóst við. Einhverjir fá lausn sinna mála, og fréttir af stolnu handriti berast. Friðgeir flækist inn í hið geigvænlega bandaríska réttarkerfi. Kemst hann óhultur út aftur?

"Handritagildran: Furðulegasta svikamylla Íslandssögunnar. Enn ein neglan hjá Friðgeiri!"

- Ari Eldjárn