Heim fyrir myrkur

Forsíða bókarinnar

Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur fékk BLÓÐDROPANN – ÍSLENSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN 2023. Eva Björg hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir glæpasögur sínar, bæði heima og erlendis. Þær sitja á metsölulistum víða um heim og fá hvarvetna frábæra dóma.

„Eva Björg er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda.“ THE TIMES

Árið 1967 skrifast unglingsstúlkan Marsibil á við strák sem býr hinum megin á landinu – nema í nafni eldri systur sinnar. Kvöldið sem þau ákveða að hittast í fyrsta skipti kemst Marsibil ekki til fundarins en um nóttina finnst blóðug úlpa systur hennar þar sem þau höfðu mælt sér mót.

Tíu árum síðar er hvarf systurinnar enn óupplýst, en þá fær Marsibil allt í einu bréf frá þessum óþekkta manni. Hún óttast að hann sé kominn til að vinna henni mein – en um leið gæti fjölskyldan loksins fengið að vita örlög Stínu, dótturinnar sem hvarf.

„Grípandi sálfræðitryllir sem erfitt er að leggja frá sér. Andrúmsloft óhugnaðar og dulúðar er listilega byggt upp … sannfærandi og afar spennandi frásögn með fjölbreyttu og breysku persónugalleríi … lesandinn berst við hrollinn sem læðist að honum og grípur hann sífellt fastari tökum.“ ÚR UMSÖGN DÓMNEFNDAR UM BLÓÐDROPANN – ÍSLENSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN

„Besta bók Evu Bjargar.“ SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR, KILJUNNI

„Fléttan er býsna haganlega gerð ... vendingarnar eru vel settar saman og andrúmsloftið mjög magnað. ... Spennandi og fullnægjandi lausnir. Besta bók Evu Bjargar.“ ÞORGEIR TRYGGVASON, KILJUNNI

„Æsispennandi.” DÓRA JÚLÍA AGNARSDÓTTIR, VÍSIR.IS

„Eva Björg er í fremstu röð íslenskra glæpasagnahöfunda … meistari.“ THE TIMES