Helförin
í nýju ljósi
Um Helförina er jafnan spurt: Hvernig í ósköpunum gerðist þetta og hvers vegna? Fáar bækur svara þessum spurningum með jafn mannlegum og tæmandi hætti og þessi marglofaða bók eftir breska sagnfræðinginn Laurence Rees.
Rees hefur um aldarfjórðungsskeið rætt við fólk sem lifði Helförina af og einnig þá sem stóðu fyrir henni. Í bókinni tvinnar hann saman áður óbirtar lýsingar sjónarvotta og nýjustu rannsóknar fræðimanna svo að úr verður aðgengileg og trúverðug heildarfrásögn af þessum versta glæpi mannkynssögunnar.
Rees lýsir stigmögnun ákvarðana í nasistaríkinu sem skópu hryllinginn. Þótt hatur á gyðingum hafi avallt verið kjarninn í hugsun nasista telur Rees að ekki sé hægt að skilja það sem gerðist til fulls án þess að líta á morðin á gyðingum samhliða áformum um að drepa fjölda fólks sem ekki voru gyðingar, þar á meðal fatlað fólk, Sinti- og Rómafólk auk milljóna sovéskra borgara.
Breski sagnfræðingurinn Laurence Rees hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir sagnfræðiverk sín og heimildamyndir. Hann var í mörg ár einn af yfirmönnum BBC og hefur gert margar heimildarmyndir á þess vegum. Meðal bóka hans má nefna Auschwitz: A New History, sem komið hefur út í íslenskri þýðingu, Hitler and Stalin og The Nazi Mind: Twelve Wars from History.