Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hernaðarlistin

  • Höfundur Su Tzu
  • Þýðandi Brynjar Arnarson
Forsíða kápu bókarinnar

Þetta litla kver eftir kínverska hershöfðingjann Sun Tzu hefur allt frá því á fimmtu öld fyrir Krist verið áhrifmikill leiðarvísir um herkænsku. En gildi ritsins nær langt út fyrir orrustuvöllinn og það er nú almennt álitið skyldulesning í nútíma stjórnunar- og leiðtogafræðum.

Hernaðarlistin hefur reynst forystumönnum á öðrum sviðum þjóðfélagsins — svo sem í stjórnmálum, alþjóðasamskiptum og fyrirtækjarekstri — taktískur leiðarvísir í hvers kyns deilum og valdabaráttu.

Brynjar Arnarson íslenskaði.

„Þekktu óvininn, þekktu sjálfan þig; sigur er innan seilingar. Þekktu landslag, þekktu loftslag; sigur er í höfn.“

„Þeir sem eru snjallir í hernaði buga her óvinarins án orrustu.“

* * * * * – Þórarinn Þórarinsson, Fréttablaðinu