Herörin − og fleiri sögur

Forsíða bókarinnar

Dauðvona lögfræðingur snæðir kjötsúpu með fyrrverandi eiginkonu sinni, AA-maður fer til að biðja gamlan bekkjarfélaga fyrirgefningar, húsgagnasmiður býður langveikri dóttur í hvalaskoðun og átök tveggja leynifélaga ná hámarki í blóðugum bardaga á Skólavörðuholti. Tólf knappar en launfyndnar smásögur eftir einn virtasta höfund þjóðarinnar.