Hinum megin við spegilinn
Í þessu safni 17 smásagna og örsagna er ekkert sem sýnist. Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift að öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða að engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós. Kári bar sigur úr býtum í samkeppninni Nýjar raddir 2023.