Niðurstöður

  • Forlagið

Að telja upp í milljón

Daginn sem kærastinn yfirgefur Rakel fer tilvera hennar á hvolf. En þegar hún óttast að vera að missa tökin fær hún óvænta heimsókn. Að telja upp í milljón hefur hlotið mikla athygli og lofsam­lega dóma enda áhrifa­rík saga um flókin fjöl­skyldu­tengsl, áföll og samskiptaleysi en líka um ástina og lífið. Hún er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum...

Ameríka

Ameríka er ein þeirra sagna sem Franz Kafka skildi eftir sig ófullgerðar þegar hann lést 1924. Hér segir frá Karli Rossmann, evrópskum unglingi sem kemur til New York og er staðráðinn í að standa sig en lendir í lygilegum ævintýrum og slæmum félagsskap. Íslensk þýðing sögunnar kom fyrst út 1998 en hefur nú verið endurskoðuð og skrifaður nýr og fróðlegur eftirmáli.

Gilgames­kviða

Þetta ævaforna söguljóð um hetjukonunginn Gilgames er eitt elsta bókmenntaverk sem varðveist hefur. Höfuðstefið er mannlegar tilfinningar; einmanaleiki, vinátta, missir, hefnd, ótti við dauðann og leit að ódauðleikanum. Stefán Steinsson þýddi kviðuna og ritar ítarlegan eftirmála og skýringar.

Í miðju mannhafi

Átta smásögur úr samtímanum, litaðar hlýju, húmor, angur­værð og hreinskilinni nálgun á karlmennsku: Ör­þrifa­ráð til að safna skeggi, óbærilegt stefnumót og hvernig má niður­lægja aðra í góðu gríni. Í miðju mannhafi er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í hand­rita­samkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021.

Karamazov - bræðurnir

Eitt frægasta skáldverk allra tíma, stórbrotin saga um afbrýðisemi, hatur og morð en jafnframt um kærleika og bróðurþel. Þegar föðurmorð er framið og réttarhöld hefjast er hverjum steini velt við og tekist á við stærstu spurningar mannlegrar tilveru. Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut mikið lof fyrir þýðingu sína á þessu mikla og magnaða verki.

Skessur og fornkappar

25 Íslendingasögur / 25 sögur af skess­um og skrímslum

Margar af minnisstæðustu persónum Íslendingasagnanna og skessur og skrímsli þjóðsagnaarfsins spretta hér ljóslifandi fram í skemmtilegum endursögnum. Handhægar smábækur sem eru upplagðar í ferðalagið eða sögustundir heimafyrir.