Niðurstöður

  • Forlagið

Getnaður

Getnaður vann samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2022. Hnyttnar og hispurslausar ástarsögur um þrítuga Reykvíkinga sem fléttast saman á óvæntan hátt. Djammið dunar en fullorðinspressan fer sívaxandi – en er tímabært að búa til barnabarn handa mömmu þegar ekki er einu sinni hægt að vera sammála um sjónvarpsdagskrána?

Umskiptin og aðrar sögur

Bókin geymir allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu. Þær eru 44 talsins og mjög mislangar, frá örsögum upp í nóvellur, margbreytilegar að efni og formi og sýna vel innsæi höfundarins í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa. Sögurnar hafa allar birst áður á íslensku en koma nú út í endurskoðaðri þýðingu í einni bók ás...

Öxin og jörðin

Með aftöku Jóns Arasonar og sona hans hvarf öll mótspyrna gegn hinum nýja lúterska sið og danska konungsvaldinu á Íslandi. Öxin og jörðin er söguleg skáldsaga um trú og efa, sjálfstæði og kúgun þar sem fjöldi einstaklinga stíga ljóslifandi fram úr þoku fortíðar. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003.