Útgefandi: Forlagið

Dópamínríkið

Að finna jafnvægi á tímum ofgnóttar

Við lifum á tímum ofgnóttar, hvort sem um er að ræða vímuefni, mat, tölvuleiki, klám, samfélagsmiðla eða annað. Framboðið er ótakmarkað, örvunin viðstöðulaus og við getum látið allt eftir okkur. Hér er útskýrt hvers vegna unaðsleitin – áráttukennd neysla eða hegðun – leiðir óhjákvæmilega af sér vanlíðan og hvað er til ráða.

Eyja

Af hverju vill fyrrverandi stjúpmóðir Eyju að þær hittist öllum þessum árum síðar; hvað er ósagt? Eyja er saga um flókin fjölskyldutengsl, brengluð samskipti og sár sem ekki gróa. Þetta er fyrsta bók Ragnhildar Þrastardóttur en sagan bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, árið 2024.