Útgefandi: Forlagið

Fávitinn

Þetta stóra verk rússneska sagnameistarans Dostojevskís frá árinu 1868 er ein þekktasta skáldsaga 19. aldar, gríðarlega margslungin og breið frásögn um samfélag manna og samskipti, gæsku og grályndi, með hinn algóða Myskhin fursta í brennidepli. Rómuð þýðing Ingibjargar Haraldsdóttur kom fyrst út 1986‒1987 en hefur lengi verið ófáanleg.

Getnaður

Getnaður vann samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2022. Hnyttnar og hispurslausar ástarsögur um þrítuga Reykvíkinga sem fléttast saman á óvæntan hátt. Djammið dunar en fullorðinspressan fer sívaxandi – en er tímabært að búa til barnabarn handa mömmu þegar ekki er einu sinni hægt að vera sammála um sjónvarpsdagskrána?

In the Realm of Vatnajökull

A Companion on the Southern Ring Road

Ríki Vatnajökuls er einn fjölbreytilegasti hluti landsins. Í bókinni er vísað á ýmsa áhugaverða staði á leiðinni frá Kúðafljóti í vestri að Höfn í austri, bent á spennandi hjáleiðir og stungið upp á stuttum gönguferðum út frá þjóðveginum. Ítarlega er fjallað um jöklafræði landshlutans, jarðfræði, sögu og líffræði svæðisins. Á ensku.

Riddarar hringstigans

Eftirminnileg verðlaunabók sem markaði tímamót í íslenskri sagnagerð þegar hún kom fyrst út 1982. Þetta er sígild þroskasaga um viðburðaríka æsku, sögð af barnslegri einlægni drengs en alvitur sögumaður býr yfir visku og yfirsýn. Frásagnarhátturinn er óvenjulegur, orðfærið einstakt og hugarflugið ómótstæðilegt. Halldór Guðmundsson ritar eftirmála.

Umskiptin og aðrar sögur

Hér eru allar sögur Franz Kafka sem hann gekk sjálfur frá til útgáfu, 44 talsins, allt frá örsögum upp í nóvellur. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og formi og sýna vel innsæi höfundar í mannlega tilveru, furður hennar, ótta og efa. Allar hafa birst áður á íslensku en koma nú út í einni bók í endurskoðaðri þýðingu með nýjum eftirmála.

Öxin og jörðin

Með aftöku Jóns Arasonar og sona hans hvarf öll mótspyrna gegn hinum nýja lúterska sið og danska konungsvaldinu á Íslandi. Öxin og jörðin er söguleg skáldsaga um trú og efa, sjálfstæði og kúgun þar sem fjöldi einstaklingur stíga ljóslifandi fram úr þoku fortíðar. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003.