Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hlaupahringir á Íslandi

  • Höfundur Ólafur Heiðar Helgason
Forsíða bókarinnar

Hlaupahringir á Íslandi er fróðleg, skemmtileg og gagnleg bók fyrir alla sem hafa ánægju af útivist. Hér eru vandaðar lýsingar á 36 hlaupaleiðum um allt land fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Hlaupahringirnir eru fjölbreyttir og liggja um fjöll, öræfi, sveitir, skóga og strendur.

Hlaupahringir á Íslandi er fróðleg, skemmtileg og gagnleg bók fyrir alla sem hafa ánægju af útivist. Hér eru vandaðar lýsingar á 36 hlaupaleiðum um allt land fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Fjallað er um bæði aðgengilegar leiðir nálægt þéttbýli og stórbrotnar utanvega- og náttúruleiðir sem opna hlaupurum og lesendum bókarinnar ný sjónarhorn á Ísland. Hlaupahringirnir eru fjölbreyttir og liggja um fjöll, öræfi, sveitir, skóga og strendur. Leiðarlýsingar eru sérsniðnar að þörfum hlaupara og þeim fylgja fjöldi ljósmynda, vönduð kort og GPS-ferlar sem gera bókina einkar notadrjúga. Í þessari bók geta allir fundið leiðir við sitt hæfi.

Ólafur Heiðar Helgason hefur áralanga reynslu af hlaupum og útivist og yfirgripsmikla þekkingu á íslenskri náttúru og staðháttum. Hér er fjallað um úrval íslenskra hlaupaleiða af öryggi og ástríðu. Hlaupahringir á Íslandi er ómissandi bók fyrir alla hlaupara, útivistarfólk og náttúruunnendur.