Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hlutabréf á heimsmarkaði

Eignastýring í 300 ár

  • Höfundar Sigurður B. Stefánsson og Svandís Rún Ríkarðsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Í bókinni er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn yfir alþjóðlegan fjármálamarkað. Með meiri þekkingu aukast gæði fjárfestinga og yfirgripsmeiri skilningur verður á áhættunni sem viðskiptunum fylgir. Hvar er að finna góða ávöxtun, í hvaða löndum er vænlegast að fjárfesta, hvaða aðferðir er best að nota og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að verjast óhóflegri áhættu?

Hlutabréf eru besta leiðin til að byggja upp eignir til lengri tíma. Í bókinni er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn yfir alþjóðlegan fjármálamarkað. Með meiri þekkingu aukast gæði fjárfestinga og yfirgripsmeiri skilningur verður á áhættunni sem viðskiptunum fylgir.

Höftum á gjaldeyrismarkaði á Íslandi var að mestu rutt úr vegi árið 2017 en heimildir til viðskipta með erlend verðbréf höfðu verið háðar takmörkunum frá nóvember 2008. Þá vöknuðu til lífsins spurningar sem legið höfðu í dvala í nærri áratug. Hvar er að finna góða ávöxtun, í hvaða löndum er vænlegast að fjárfesta, hvaða aðferðir er best að nota og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að verjast óhóflegri áhættu? Í bókinni má finna svör við spurningum sem brenna raunar á vörum fjárfesta og sjóðstjóra daglega og leitast er við að svara þeim á einum stað. Í fjármálafræði og reynslubúri fjárfesta má þó oft finna fleiri en eitt rétt svar við hverri spurningu og varpar bókin ljósi á það.