Höfundur verður til

Frá Guðmundi Magnússyni til Jóns Trausta

Forsíða kápu bókarinnar

Í þessari bók fjalla átta fræðimenn og rithöfundar um fjölbreytt höfundarverk Guðmundar Magnússonar, ljóð, leikrit, skáldsögur og ritgerðir og varpa ljósi á uppruna hans, umhverfi og æviferil.

Ævi Guðmundar Magnússonar (1873-1918), sem þrjátíu og þriggja ára tók sér höfundarnafnið Jón Trausti, er lyginni líkust. Hún er sagan af því hvernig sárafátækur drengur frá einum nyrsta og harðbýlasta stað Íslands verður einn ástsælasti rithöfundur landsins.