Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Höllin á hæðinni

  • Höfundur Sigrún Elíasdóttir
Forsíða bókarinnar

Þegar besta vinkona Sögu erfir hús eftir afa sinn á Eyrarvík, Berntsenhöllina, lítur hún á það sem einstakt tækifæri til að prófa eitthvað alveg nýtt. Saga flytur úr borginni til Eyrarvíkur á Vestfjörðum, í samfélag sem er fámennt og náið og þar sem aðkomufólk er sjaldséð.

Saga ætlar sér aðeins að dvelja tímabundið í bænum á meðan hún gerir húsið upp, hugmyndin er að stofna þar gistiheimili. Hún sogast þó fljótt inn í samfélagið og aflar sér bæði vina og óvina á staðnum. Hvernig reiðir borgarbúanum Sögu af í litlu samfélagi þar sem allir eru með nefið í málum hvers annars? Hvernig taka íbúar Eyrarvíkur nýbúanum? Mun ástin einhvern tímann banka uppá hjá Sögu?

Sigrún Elíasdóttir er sagnfræðingur og hefur áður sent frá sér barnabókaþríleikinn Ferðin á heimsenda auk nokkurra námsbóka. Eins er hún hlaðvarpsstýra Myrka Íslands sem skoðar hörmungar og hamfarir Íslandssögunnar. Í sögunni um Eyrarvík kveður við annan tón. Hér er á ferðinni rómantísk saga með miklum húmor.