Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Höndlað við Pollinn

Saga verslunar og viðskipta á Akureyri frá öndverðu til 2000

Forsíða bókarinnar

Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu verslunar á Akureyri frá öndverðu til þúsaldarmótanna 2000. Hér segir frá fjölda fyrirtækja og körlum og konum sem mótuðu viðskiptaumhverfið og settu svip á mannlífið í bænum í áranna rás. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og auk þess teikningum og máluðum myndum eftir Kristin G. Jóhannsson listmálara.