Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hudson

Yfir hafð og heim

  • Höfundur Erla Sesselja Jensdóttir
Forsíða bókarinnar

Árið er 1936 og í friðsælum austfirskum firði er ung stúlka vakin árla morguns af ókunnugum manni. Hann færir henni fréttir sem breyta lífi hennar á svipstundu.

Elísabet þarf upp frá því að treysta á sjálfa sig í ferðalagi frá fábreyttu sveitalífi til Reykjavíkur stríðsáranna þar sem hún kemst að því hvort það sé í raun og veru draumur að vera með dáta. Hugur hennar leitar út fyrir landsteina og liggur leiðin til fyrirheitna landsins. Ein í ókunnu landi mætir hún margvíslegum erfiðleikum en örlögin leiða hana að lokum heim á ný.

Hudson - Yfir hafið og heim er saga um vináttu, ástina og hjartasár, sigra og vonbrigði. Ljúfsár og falleg örlagasaga munaðarlausrar stúlku sem vex úr grasi í veröld sem var.

Erla Sesselja Jensdóttir ryður sér rúms með einstakri skáldsögu í dásamlegum lestri Þórunnar Ernu Clausen.