Hún gengur í myrkri
Undir friðsælu yfirborði smábæjarins Þorlákshafnar leynist þreifandi myrkur. Lára þarf að kafa ofan í djúp leyndarmál bæjarbúa og rífa af gömlum sárum til að leysa ráðgátuna um heyrnarlausa stúlku sem hvarf með húð og hári. En hvað ef lausnin er nær en virðist?