Hús dags, hús nætur

Forsíða kápu bókarinnar

Nowa Ruda er lítið þorp í Slesíu, landsvæði í Mið-Evrópu sem hefur verið hluti af Póllandi, Þýskalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu í gegnum tíðina. Þegar sögumaður flytur til þessa þorps uppgötvar hún að allt þarna á sér sögu. Mögnuð saga Nóbelsskálds.

Með aðstoð Mörtu, hins dularfulla nágranna síns, streyma sögurnar fram – til dæmis af lífi dýrlingsins sem bærinn dýrkar, af manninum sem vinnur allar spurningakeppnir í útvarpinu á hverjum degi og af þeim sem olli alþjóðlegri spennu með því að deyja á landamærunum, með annan fótinn á pólskri grund en hinn á tékkneskri. Sérhver saga er eins og múrsteinn í sögu bæjarins sem smám saman hlaðast upp og spegla enn stærri mynd.

Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk sló eftirminnilega í gegn hér á landi árið 2022. Olga fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2018.

Árni Óskarsson þýddi.

„„Margræð og meistarleg skáldsaga ... saga sem lesendur eiga svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara.“ “

Einar Falur Ingólfsson, Morgunblaðinu

„„Stórkostlegur höfundur.“ “

Svetlana Aleksíevítsj, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum árið 20

„„Janina Duszejko er einhver magnaðasta bókmenntapersóna og skemmtilegasti en jafnframt bölsýnasti og bálreiðasti sögumaður sem hefur sprottið fram á síðum bókmenntanna um langa hríð.“ “

Magnús Guðmundsson, Orð um bækur

„„Mikið ofboðslega er þessi höfundur brillíant, þvílík viska og hugmyndaflug ... mjög fyndin ... aðalpersónan gjörsamlega mögnuð ... betri bók er varla á markaðnum í dag.““

Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni

„„Algjör snillingur ... líklega besti höfundur heimsins í dag". “

Egill Helgason, Kiljunni

„„Falleg, fyndin, stundum svolítið upphafin, en marg­ slungin og lúmsk.““

Helga Soffía Einarsdóttir