Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hús hinna sívölu ganga

  • Höfundur Ólafur Unnsteinsson
Forsíða bókarinnar

Samvöxnu tvíburarnir Lotta og Myrra leita skjóls á Reykjalundi undan ofstækisfullum föður þeirra og sértrúarsöfnuðinum sem hann leiðir. Þar vonast þær eftir vísbendingum um móður þeirra í skiptum fyrir hættulega skurðaðgerð. Jafnframt verða þær að forðast að verða næstu fórnarlömb skæramorðingjans alræmda. Kostulegt og hrollvekjandi persónusafn.