Útgefandi: Hringaná ehf.

Kverkatak

Sakamálasaga, sálfræðitryllir um fertugan lögfræðing sem er að fá gráa fiðringinn og hrífst af ungri konu sem byrjar að vinna með honum. Hann flækist inn í morðmál og kynnist af eigin raun hrottaskap reykvískra undirheima. Í stuttu máli fer líf hans allt í vaskinn á ótrúlega skömmum tíma.