Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hvenær kemur sá stóri?

Að spá fyrir um jarðskjálfta

  • Höfundur Ragnar Stefánsson
Forsíða bókarinnar

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur um áratuga skeið verið í fylkingarbrjósti íslenskra jarð­vísindamanna sem fengist hafa við skjálftarannsóknir og vöktun. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þróun fræðigreinarinnar og fer yfir jarðskjálftasögu Íslands allt frá miðöldum og til síðustu ára.

Á hverju ári valda jarðskjálftar gríðarlegu tjóni og mann­skaða einhvers staðar á jarðarkringlunni. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því í aldanna rás. Frá því farið var að sinna jarðskjálftafræði sem vísindagrein í upphafi 20. aldar, hefur það verið draumur fræðimanna að geta spáð fyrir um meiriháttar jarðhræringar og þá vá sem af þeim stafar. Nútímavæðing í iðnaði og stórborgaþróun hefur gert samfélagið enn viðkvæmara en áður fyrir áhrifum þeirra.

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur um áratuga skeið verið í fylkingarbrjósti íslenskra jarð­vísindamanna sem fengist hafa við skjálftarannsóknir og vöktun. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þróun fræðigreinarinnar og fer yfir jarðskjálftasögu Íslands allt frá miðöldum og til síðustu ára. Einnig segir hann frá uppbyggingu og eiginleikum hins sívirka mæla-­ og við­vörunarkerfis sem Veðurstofa Íslands rekur. Jafnframt leggur hann grunn að jarðskjálftaspáfræði, en það er fræðigrein sem í raun á eftir að sanna sig en mun vafa­lítið þróast hratt á næstu árum og áratugum.

Hvenær kemur sá stóri? er þörf lesning fyrir alla þá sem áhuga hafa á jarðvísindum, náttúruvá og almanna­vörnum og fylgjast vilja með þeim áskorunum sem við er að glíma í þessum fræðum.