Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Í auga fellibylsins

Forsíða bókarinnar

Árið 2013 lenda þrír menn á lítilli skútu í fárviðri á leiðinni frá Kanada til Íslands. Lífshættulegir brotsjóir dynja á skútunni, hún fer á hliðina og sjór flæðir inn. Eftir að neyðarkall er sent út berjast þeir í óratíma upp á líf og dauða. Frásagnir mannanna hafa ekki birst áður opinberlega. Útkallsbækurnar hafa verið eitt vinsælasa lesefni Íslendinga í 28 ár.