Í mynd Gyðjunnar

Saga hennar í skáldskap, náttúru og trú

Forsíða bókarinnar

Við hittum fyrir Gyðjuna á steinöld; hún tengist náttúrunni og birtist t.d. sem Fuglagyðja og Tunglgyðja. Fyrstu samfélög bænda dýrkuðu hana og ummerki um Gyðjuna forsögulegu eru víða í Evrópu. Arftakar hennar eru gyðjur goðsagnaheimanna og María guðsmóðir. Á 19. öld birtist Tunglgyðjan aftur í skáldskap og lífi ljóðskálda allt fram á okkar dag.