Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Í návígi við fólkið á jörðinni

  • Höfundur Þórir Guðmundsson
Forsíða bókarinnar

Segir frá venjulegu fólki í óvenjulegum og stundum ótrúlegum aðstæðum. Náttúruöfl, styrjaldir, hversdagshetjur og illmenni eru meðal þess sem fréttamaðurinn og hjálparstarfsmaðurinn Þórir fjallar um á síðum bókarinnar. Fólkið sem Þórir kynnist hefur ótrúlegan styrk þrátt fyrir hrikalegar aðstæður og er staðráðið í að gera heiminn að betri stað.

Í návígi við fólkið á jörðinni segir frá venjulegu fólki í óvenjulegum og stundum ótrúlegum aðstæðum. Bændum í Kína og Bangladess sem berjast við náttúruöflin, heiðarlegu fólki sem tekst á við afleiðingar styrjalda, bláfátækum viðskiptafrömuðum í Afríku, kaupmönnum á iðandi strætum stórborga á Indlandsskaga, dugmiklum konum og vingjarnlegum lögregluforingjum í gömlu Sovétríkjunum og fólki sem elst upp við múra hvort sem þeir eru manngerðir eða huglægir. Bókin segir líka frá fólki sem hefur óverjandi ógnarverk á samviskunni.

Fólkið sem Þórir kynnist hefur ótrúlegan styrk þrátt fyrir hrikalegar aðstæður. Hann hittir fólk sem mætir örlögum sínum af jafnaðargeði, berst gegn ofurvaldinu og er staðráðið í að fara með sigur af hólmi.

Þórir Guðmundsson hefur brennandi áhuga á fólki. Hann hefur starfað víða um heim við hjálparstörf á vegum Rauða krossins, oft á átaka- og hamfarasvæðum. Hann hefur einnig sem fréttamaður flakkað heimshorna á milli í áratugi og flutt fregnir af alþjóðamálum. Á bak við fréttirnar er fólk og hjálparstarf snýst um að hjálpa fólki. Við störf sín hefur Þórir kynnst fólki bæði í höllum og fátækrahverfum, sem býr við velmegun og er við hungurmörk. Í þessari bók segir hann eftirminnilegar sögur þessa fólks, fólksins á jörðinni.