Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Í umsjá Guðs

  • Höfundar Karen Casey og Homer Pyle
  • Þýðandi Ingvi Þór Kormáksson
Forsíða kápu bókarinnar

Í umsjá Guðs hentar afar vel þeim sem eru í Tólf spora starfi eða ætla sér í sporavinnu. Í bókinni eru daglegar hugleiðingar sem leggja út af sporunum og hjálpa lesendum til að lifa einn dag í einu. Þótt bókin sé fyrst og fremst ætluð fólki með fíknisjúkdóma gagnast hún öllum lesendum.

Í umsjá Guðs er upphaflega gefin út af Hazelden meðferðarstöðinni í Bandaríkjunum og markmið hennar er að vera til leiðsagnar öllum þeim sem leita andlegs þroska og vilja bæta vitundarsamband sitt við æðri mátt í daglegu lífi.