Ísland – eins langt og augað eygir

Forsíða bókarinnar

Í þessari bók má líta ægifagrar ljósmyndir Sigurgeirs Sigurjónssonar frá öllum landshlutum og lesa kafla sem Einar Kárason skrifar þar sem hann rekur af sinni alkunnu sagnalist þær Íslendingasögur sem gerast á viðkomandi stöðum. Fremst og aftast í bókinni eru greinar eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing um Heklu og mótun landsins.