Íslenska fyrir okkur hin - tilraunaútgáfa

Vaxandi þörf er á kennslu í íslensku fyrir erlenda nemendur á öllum aldri og á mörgum getustigum. Bókin er samin með það að leiðarljósi að hún byggi á markvissan hátt upp orðaforða um nemandann og málefni sem standa honum nær.

Mikil áhersla er lögð á að útskýra merkingu orða með myndum auk þess sem fá eiginleg málfræðihugtök eru notuð í bókinni. Nemendur sem eiga að baki litla skólagöngu gefast gjarnan upp þegar slík hugtök ber á góma. Kennarar geta bætt við málfræðihugtökum ef þeir telja að nemendahópurinn ráði við það. Í ítarlegum kennsluleiðbeingum sem fylgja bókinni og hægt er að nálgast á heimasíðu bókarinnar er að finna talsvert af aukaefni og hugmyndum um hvernig prjóna megi við bókina.

Útgáfuform

Gormabók

Fáanleg hjá útgefanda