Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jæja 1 og 2

Íslenska fyrir byrjendur

  • Höfundar Brynja Stefánsdóttir og Viðar Hrafn Steingrímsson
Forsíða kápu bókarinnar

Bókunum er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir námsefni í íslensku fyrir erlenda nemendur á öllum aldri og á mörgum getustigum. Efni þeirra er á þyngdarstigi A1‒A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum og bera þemu og orðaforði bókanna þess merki. Í þeim er lögð áhersla á orðaforða og talæfingar um málefni sem standa ungu fólki nær.