Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jarðvísinda­kona deyr

  • Höfundur Ingibjörg Hjartardóttir
Forsíða bókarinnar

Erlendur auðjöfur reisir kísilver í afskekkta þorpinu Selvík sem er á einu virkasta jarðskjálftasvæði landsins. Forvitni Margrétar er vakin þegar ung jarðvísindakona finnst látin í bíl sínum á heiðinni og óvæntir atburðir eiga sér stað á þessum friðsæla stað. Sjálfskipaði kvenspæjarinn rekur hvern þráð sem á vegi hennar verður og unir sér engrar hvíldar fyrr en sannleikurinn lítur dagsins ljós.

Í huga fólks er fyrsta skóflustungan ætíð visst merki um upphaf; eitthvað nýtt er í sjónmáli, verk til hins betra er hafið. Erlendur auðjöfur reisir kísilver í afskekkta þorpinu Selvík. Af hverju er ekki íbúafundur til þess að upplýsa fólkið betur? Býr eitthvað meira að baki? Hvað með hættumat vegna jarðskjálfta? Selvík er á einu virkasta jarðskjálftasvæði landsins.

Forvitni Margrétar er vakin þegar ung jarðvísindakona finnst látin í bíl sínum á heiðinni og óvæntir atburðir eiga sér stað í þessu friðsæla þorpi. Sjálfskipaði kvenspæjarinn rekur hvern þráð sem á vegi hennar verður og unir sér engrar hvíldar fyrr en sannleikurinn lítur dagsins ljós.

Ingibjörg Hjartardóttir fetar glæpsamlegar slóðir í Jarðvísindakona deyr og gerir stór samtímaleg málefni að yrkisefni sínu. Undir niðri kveður þó við glettinn tónn enda ekki á hverjum degi sem konur á besta aldri lenda í hringiðu sakamála.