Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jóðl

  • Höfundur Bragi Valdimar Skúlason
Forsíða bókarinnar

Hér er komið úrval kvæða og ljóða eftir Braga Valdimar sem þjóðinni er að góðu kunnur fyrir snjalla texta sína. Hér eru gamankvæði, ástarkvæði, lífsspeki og kvæði af öllu tagi.

Tæming

Tálgað hef ég innan úr mér

allt sem máli skiptir.

Einkum það sem anda lyftir.

Eftir standa eyðimerkur

yfirgefins huga.

En það verður víst að duga.

Bragi Valdimar Skúlason er landsmönnum að góðu kunnur sem Baggalútur og umsjónarmaður skemmtiþátta í sjónvarpi. Hann hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti laga- og textahöfundur þjóðarinnar og margir þeirra orðið fólki hugstæðir.

Í þessari bók má finna mörg af þekktustu kvæðum Braga Valdimars – og mörg óþekkt – og kveðskapurinn fjölbreyttur. Hér eru gamankvæði, ástarkvæði, ferðavísur, lífsspeki, kvæði um styttur og firði, menn og mön ... Og alltaf yrkir Bragi af fádæma hagleik, fyndni og orðkynngi sem fáum öðrum er gefin.