Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jónína Guðnadóttir: Flæðarmál

Forsíða kápu bókarinnar

Vegleg sýningarskrá sem gefin var út í tilefni samnefndrar sýningar á verkum listakonunnar Jónínu Guðnadóttur (f. 1943) í Hafnarborg í ársbyrjun 2024. Fjallað er um ævi og feril listakonunnar, auk þess sem útgáfan er prýdd ríkulegu úrvali ljósmynda af verkum Jónínu. Allur texti bókarinnar er á íslensku og ensku.

Í útgáfunni rekur Aðalheiður Valgeirsdóttir, listfræðingur og sýningarstjóri, feril Jónínu, sem hefur um árabil verið í framvarðarsveit íslenskra leirlistamanna. Snemma á ferlinum var Jónína sömuleiðis öflugur brautryðjandi þess að nota leirinn sem efnivið sjálfstæðra listaverka. Þá ber þroun sjálfstæðs myndmáls hennar jafnt vitni um góða þekkingu á leirnum, einstakt formskyn og hugmyndaauðgi.