Kómeta
Leiftrandi og óvenjuleg frásögn um kraftaverk lífsins, stríðið gegn gleymskunni, leitina að ljósi í heimi þar sem dauði, illska og fáfræði ráða oft ríkjum, og hvernig sálirnar á jörðinni takast á við sviptingar og breytta heimsmynd.
Ég er ljóssúla í gleymskunnar myrkri,
ég bregð birtu yfir grafir hinna þögnuðu.
Kolnismeyjamessa árið 1536. Aldrað skáld sem dvelur í íslensku klaustri finnur reifabarn við klausturhliðið, bjargar lífi þess og byrjar að rita bréf til þeirra sem dauðinn hefur tekið frá honum. Upphefst þá frásögn sem spannar breitt svið og berst frá Íslandi á tímum siðaskipta, hertöku og skefjalausrar grimmdar til logheitrar Andalúsíu og öngstræta Granadaborgar. Einnig er greint frá afstöðu fugla til dauðans, brottflutningum Mára og sorginni sem situr eins og fleinn í hjartanu.
Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson hefur áður sent frá sér smásagnasöfnin 500 dagar af regni (2020) og Svefngarðurinn (2021) sem hlutu góðar viðtökur.