Útgefandi: Dimma

Kvæði & sögur

Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar.

Lexíurnar

stafrófskver

Hér er tekið mið af bókmenntaformi stafrófskveranna gömlu, kennslubóka sem höfðu það hlutverk að vígja börn og ungmenni inn í töfraheima leslistarinnar. Með óvanalegum verkum sem leika á mörkum hins uppdiktaða og sanna, skáldskapar og fræða, hefur höfundurinn skapað sér sérstöðu í íslenskum bókmenntum.

Mæður og synir

Theodor Kallifatides heldur hér sínu striki og er sjálfur í miðju frásagnarinnar. Að þessu sinni fer hann frá Svíþjóð til gamla heimalandsins, Grikklands, og heimsækir móður sína á tíræðisaldri í Aþenu. Um leið rifjar hann upp endurminningar föður síns og tengir uppruna- og ættarsögu við samtal þeirra mæðgina um lífið og tilveruna.