Útgefandi: Dimma

Áttaskil

ljóð og lausavísur

Náttúruljóð eru í fyrirrúmi hjá skáldinu og kvæðakonunni en ýmislegt annað kemur líka við sögu. Í eftirmála segir Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku m.a.: „Þegar ljóð hennar eru lesin er eins og landið Ísland, með öllum sínum dyntum, veðurfarssveiflum og skapbrigðum hafi valið hana til að túlka sjónarmið sín.”

Fado Fantastico

Blús er hægt að hlusta á, tangó er hægt að dansa, en fado verður að upplifa. Á meðan Francisco Fantastico sefur úr sér áfengisvímu í bifreið skammt frá heimili sínu í Genf er hann skyndilega numinn á brott. Þar eru þó engir þrjótar að verki heldur António sonur hans sem ætlar að fara með hann alla leið til Lissabon.

Hitt nafnið

Sjöleikurinn I-II

Fyrsta bókin af þremur í stórvirki Nóbelshöfundarins, svonefndum Sjöleik. Seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski.

Ljóðasafn

Djúpur og kjartnyrtur skáldskapur, stílbrögðin áhrifamikil, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Yrkisefnin spegla næmi fyrir því óræða og fíngerða, en líka skoplegum hliðum tilverunnar og ekki síður því sem miður fer í torræðum og ögrandi samtíma. Safnið hefur að geyma allar tíu ljóðabækur Guðrúnar frá 2007-2024.

Ljóðasafn II

1989-1992

Þrjár bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratugaskeið en eru nú saman komnar í einu lagi í þessari vönduðu heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl (1989), Vetraráform um sumarferðalag (1991) og Mold í Skuggadal (1992). Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda.

Smásögur I

1988-1993

Þrjú fyrstu smásagnasöfn höfundarins samankomin, 49 sögur alls og sumar þeirra löngu orðnar klassík í íslenskum bókmenntum. Bréfbátarigningin (1988), Heykvísl og gúmmískór (1991) og Tregahornið (1993). Hluti af nýrri og vandaðri heildarútgáfu verka skáldsins sem allir bókaunnendur þurfa að eignast.

Sorgarmarsinn

Hér segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og sérstæð frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar. Þessi nýja útgáfa er hluti af heildarsafni verka Gyrðis Elíassonar.

Suðurglugginn

Hér tekur Gyrðir upp þráðinn þar sem frá var horfið í Sandárbókinni og spinnur nýja frásögn um hlutskipti listamanns, í þetta sinn er það rithöfundur sem dvelur í sumarhúsi í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu, verk sem neitar stöðugt að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa.