Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Kommúnistaávarpið

  • Höfundar Karl Marx og Friedrich Engels
Forsíða bókarinnar

Kommúnistaávarpið kom fyrst út á íslenzku árið 1924. Þessi þýðing var gerð 1949 og er nú birt með ítarlegum skýringum, upprunalegum inngangi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings og nýjum eftir Pál Björnsson. Fullyrt er að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttabaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu.

Borgarastéttin byggir völd sín átöfratækjum iðnbyltingarinnar með viðskiptaháttum hins frjálsa markaðar. Við slíkar aðstæður geisar farsótt offramleiðslunnar sem steypir þjóðfélögum í hverja kreppuna á fætur annarri. Skyndilega ríkir hungursneyð og stríð, og borgarastéttin kann engin ráð til að afstýra hinni síendurteknu vá verzlunarkreppunnar. Hugsjón kommúnismans er stéttlaust þjóðfélag sem byggist á jöfnuði allra manna.

Til þessa dags er kenningin umdeild og mun sennilega aldrei hverfa af sjónarsviði pólitískrar umræðu.