Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kona á flótta

Forsíða bókarinnar

Listakonan Suzanne Meloche fæddist árið 1926 inn í frönskumælandi fjölskyldu í Ottawa í Kanada og ólst þar upp til 18 ára aldurs, í skugga ofríkis kaþólsku kirkjunnar og enskumælandi meirihlutans. Hún var óstýrilát og skapandi og vildi umfram allt ekki hljóta sömu örlög og móðir hennar sem fæddi hvert barnið á fætur öðru eins og ætlast var til af konum í þá daga. Til að forðast það hlutskipti átti Suzanne eftir að fara víða og reyna margt, en fórna um leið hugarró og hamingju fjölskyldunnar.