Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hjartablóð Krákan

Forsíða kápu bókarinnar

Í fimmtu bók hjartablóðs fylgjumst við með afkomendum Magdalenu og Ara þeim Ester og Evu.

Tvíburasysturnar eru ólíkir persónuleikar en ákaflega fallegar og draga því að sér athygli. Þær finna fljótt að lífið er ekki einfalt fyrir ungar stúlkur á sautjándu öld í Svíþjóð.

Ýmsar hremmingar henda þær og þá sérstaklega Ester (Krákuna) gælunafn sem henni var gefið frá blautu barnsbeini.

Krákan fer sínar leiðir, hún er klár, gleymir aldrei en getur líka verið lævís. Þeim eiginleikum býr Ester yfir og ekki ýkja ólík móðurinni þegar kemur að hvatvísi. Eirðarleysi Krákunnar veldur Mögdu kvíða sem af fyrri reynslu hræðist að slík hegðun bjóði hættunum heim.

Hörmulegur atburður skekur sveitina sem veldur því að heimilið í Laufskógum er ekki lengur öruggur staður. Óvinir leynast víða, hefndarblóð drýpur og úr verður atburðarás sem enginn getur séð endann fyrir.

Fljúgðu á vit fortíðar með Krákunni í fimmtu bók hjartablóðs!