Höfundur: Sandra B. Clausen

Blóðbönd Galdra-Imba

Líf Imbu er þyrnum stráð og ung er hún gefin ekklinum séra Árna. Örlögin vinna gegn henni en Imba finnur ástina. Þrátt fyrir erfiðleika er hún staðráðin í að finna hamingju í lífinu. Blóðbönd er ný sería úr smiðju Söndru Clausen um Galdra-Imbu sem var uppi á 17. öld. Hér er á ferðinni söguleg skáldsaga um ástir og örlög á erfiðum tímum.

Klúbburinn Jól á Tenerife

Jól á Tenerife er sjálfstætt framhald Klúbbsins þar sem kraumandi ástríða tekur völd í hverjum kafla. Karen er í sárum eftir dvöl sína á Siglufirði, sem lauk með hneyksli í tengslum við kynlífsklúbb sem þar var starfræktur. Hún stendur á krossgötum þannig að hún ákveður að breyta rækilega um umhverfi og eyða nokkrum vikum yfir hátíðarna...

Klúbburinn

Ljúflestur með kraumandi ástríðu. Dagarnir líða stefnulaust áfram. Söngkonan Adele er í aðalhlutverki á heimilinu með boðskap sinn um sorg og horfnar ástir. Hvers vegna ekki að lýsa yfir verkfalli á heimilinu? Það verður nú varla heimsendir þótt hún hristi ærlega upp í þessu öllu saman? Hvernig væri að byrja upp á nýtt og flytja norður með börnin?

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hrafninn Sandra B. Clausen Storytel Original Hrafninn er sjötta bókin í Hjartablóðsseríunni. Ester og Gissel eru á flótta frá yfirvaldi í Mariestad. Þau ferðast að rótum fjallanna þar sem flokkur Ara tekur þeim opnum örmum. Í húmi nætur sjá þau ekki hrafnana sem fylgja skuggum þeirra en þau finna að dauðinn er nærri. Meðal flokksins búa djúpstæð leyndarmál sem gætu breytt lífinu til frambú...
Hjartablóð Krákan Sandra B. Clausen Sandra Clausen Í fimmtu bók hjartablóðs fylgjumst við með afkomendum Magdalenu og Ara þeim Ester og Evu.